NTC

Enn eitt áfallið hjá Ak­ur­eyr­ing­um

 

Karol­is Strop­us

Karol­is Strop­us

Handboltalið Akureyringa varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar Karol­is Strop­us meidd­ist al­var­lega í fyrri hálfleik viður­eign­ar Ak­ur­eyr­ar og Aft­ur­eld­ing­ar í Olís-deild karla.

Sver­re Jak­obs­son, þjálf­ari Ak­ur­eyr­ar, sagði í viðtölum eftir leik að flest benti til þess að Strop­us hafi slitið hás­in á vinstri fæti í leikn­um. Ef það reynist rétt er ljóst að kappinn leikur ekki meira með á þessu tímabili.

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Akureyringa en Stropus hefur leikið vel í vetur og skorað 56 mörk í 13 leikjum.

Akureyringar hafa verið afar óheppnir með meiðsli í vetur en alls voru sex leikmenn frá vegna meiðsla í leiknum sem endaði með jafntefli.

Sambíó

UMMÆLI