Handboltalið Akureyringa varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar Karolis Stropus meiddist alvarlega í fyrri hálfleik viðureignar Akureyrar og Aftureldingar í Olís-deild karla.
Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, sagði í viðtölum eftir leik að flest benti til þess að Stropus hafi slitið hásin á vinstri fæti í leiknum. Ef það reynist rétt er ljóst að kappinn leikur ekki meira með á þessu tímabili.
Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Akureyringa en Stropus hefur leikið vel í vetur og skorað 56 mörk í 13 leikjum.
Akureyringar hafa verið afar óheppnir með meiðsli í vetur en alls voru sex leikmenn frá vegna meiðsla í leiknum sem endaði með jafntefli.
UMMÆLI