Enn einn Íslandsmeistaratitill SA eftir öruggan sigurMynd: Þórir Tryggva/sasport.is

Enn einn Íslandsmeistaratitill SA eftir öruggan sigur

Skautafélag Akureyrar tryggði sér Íslandsmeistaratitil í gærkvöld með 5-1 sigri á Fjölni í þriðja leik úrslitakeppninnar í Hertz-deild kvenna. SA vann einvígið 3-0 og tryggði 21. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins örugglega.

Titillinn er einnig sá sautjándi sem liðið vinnur í röð. Þrátt fyrir að titillinn hafi verið verðskuldaður þurftu SA konur að hafa mikið fyrir honum. Leikirnir við Fjölni voru jafnir allt tímabilið og margir ungir leikmenn spiluðu stór hlutverk í SA liðinu.

Íslandsmeistaratitillinn var eins og áður segir sá 21. í sögu félagsins og þá var aldursforseti liðsins, Jónína Margrét Guðbjartsdóttir, einnig að vinna sinn 21. titil en hún hefur spilað í liðinu frá upphafi deildarkeppninnar.

Nánar má lesa um leikinn á vef SA með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó