Enginn sálfræðingur komið í fangelsið á Akureyri síðan í byrjun árs 2015

Akureyri

Eins og greint hefur verið frá lést fangi á Sjúkrahúsinu á Akureyri í gær eftir að hafa verið fluttur þaðan frá Fangelsinu á Akureyri á laugardag. Lögreglan hefur staðfest að maðurinn hafi tekið eigið líf.

Umræðan um aðbúnað og líðan fanga hefur því verið áberandi í gær og dag en í Fréttablaðinu í dag er rætt við Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu, félags fanga.
Hann bendir á að aðeins tveir sálfræðingar auk tveggja félagsráðgjafa séu við störf hjá Fangelsismálastofnun. Þessir fjórir aðilar sinni öllum föngum sem sitja inni og öllum föngum á reynslulausn í opnum úrræðum. Hvað fangelsið á Akureyri varðar þá segir Guðmundur að þangað hafi ekki komið sálfræðingur síðan í byrjun árs 2015.

Andlátið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó