NTC

Enginn inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19 – Ein deild þurft að fara í sóttkví vegna smits

Enginn inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19 – Ein deild þurft að fara í sóttkví vegna smits

Ekki hefur þurft að legga neinn inn á Sjúkrahúsið á Akureyri í núverandi bylgju Covid faraldursins. 37 einstaklingar eru nú í einangrun vegna Covid smits á Norðurlandi eystra.

Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir í svari við fyrirspurn Kaffið.is að síðustu dagar hafi farið nýttir í að setja upp aðstöðu til að skoða smitaða á göngudeild og einnig hafi farið af stað undirbúningur fyrir hugsanlegar innlagnir.

„Mesta áskorunin er mönnunin þar sem ennþá er sumarleyfistími og það hefur verið mikið álag á legudeildirnar. Þá hefur ein deild þurft að fara í sóttkví þar sem einn starfsmaður reyndist smitaður. Við höfum ekki séð frekari útbreiðslu þess smits enda brugðist við af starfsfólki á faglegan og fumlausan hátt. Ráðstafanir á sjúkrahúsinu hafa meðal annars falist í grímuskyldu fyrir alla, takmarkanir á heimsóknum og reynt að komast hjá hópamyndum,“ segir Sigurður við Kaffið.is.

Sjá einnig: 37 í einangrun og 69 í sóttkví á Norðurlandi eystra

Sambíó

UMMÆLI