Enginn í lífshættu en aðkoman óhugnanleg þegar rúta með starfsfólki Akureyrarbæjar valt nærri Blönduósi

Enginn í lífshættu en aðkoman óhugnanleg þegar rúta með starfsfólki Akureyrarbæjar valt nærri Blönduósi

Rúta með á þriðja tug farþega valt út af þjóðveginum við bæinn Brekku, sunnan við Blönduós stuttu fyrir klukkan sex í morgun. Þetta kemur fram á vef RÚV.

„Þrír hafa verið fluttir með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi og fjórir með sjúkraflugi frá Akureyri. Einhverjir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Rauði krossinn sér um aðstoð þeirra sem minna slasaðir eru, á borð við áfallahjálp. Aðgerðarstjórn og samhæfingarmiðstöð Almannavarna voru virkjaðar, líkt og gert er þegar hópslys verða,“ segi í umfjöllun RÚV.

Starfsmenn frá Akureyrarbæ voru í rútunni en þeir voru á leiðinni heim eftir námskeið og ráðstefnu í Portúgal.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir í samtali við RÚV að henni sé mjög brugðið vegna slyssins. „Það er alltaf skelfilegt þegar það verða slys en manni verður mjög brugðið þegar það er samstarfsfólk. Starfsmaður frá okkur hefur verið í sambandi við fólkið. Við vitum ekki meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ segir Ásthildur í samtali við RÚV.

Vilhjálmur Stefánsson, hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við RÚV að hrósa megi happi hversu margir voru í bílbelti í rútunni. Aðkoman hafi verið óhugnanleg en enginn sé í lífshættu. Nánar er rætt við Vilhjálm hér.

Mynd: Skjáskot RÚV

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó