NTC

Engin virk smit vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra

Engin virk smit vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra

Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í morgun tölur yfir smitaða einstaklinga og einstaklinga í sóttkví vegna Covid-19 á svæðinu. Enginn er nú lengur inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða í einangrun vegna veirunnar.

29 einstaklingar eru enn í sóttkví. Lögreglan segir í færslu á Facebook að það þurfi að halda áfram og ekki gefa eftir í baráttunni við veiruna.

„Minnum á að ennþá eru takmarkanir í gangi og við höldum áfram að fara eftir nýjum viðmiðum í okkar lífi varðandi hreinlæti og fjarlægðir.“

Nú eru liðnir 20 dagar frá því að nýtt smit greindist síðast á Norðurlandi eystra og 24 dagar eru liðnir frá því að nýtt smit greindist síðast á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó