NTC

Engin ný smit í 13 daga á Norðurlandi eystra

Engin ný smit í 13 daga á Norðurlandi eystra

Samkvæmt nýjustu tölum covid.is, sem birtust kl. 13 í dag, eru engin ný smit á Norðurlandi eystra. Staðfest smit á svæðinu hafa verið 46 síðan fimmtudaginn 9. apríl. 28 manns eru í sóttkví á svæðinu.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið dugleg að minna á að enn gilda strangar reglur um 2 metra fjarlægðarmörk og samkomubann er enn í gildi. Fólk er beðið að fara áfram varlega og virða þessi mörk því veiran getur farið að breiða sér fljótt aftur ef fólk fagnar of snemma.

Ef vel gengur geta íbúar á Norðurlandi eystra tekið fagnandi á móti á sumrinu á morgun með tveimur vikum smitlaus.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó