Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í dag 24 manna hóp fyrir vináttulandsleikina gegn Írlandi og Brasilíu sem fara fram nú í byrjun júní.
Eftir frábært gengi Þór/KA í Pepsí deild kvenna höfðu margir vonast eftir því að sjá einhverja leikmenn liðsins fá tækifæri í landsliðinu en liðið hefur unnið 6 fyrstu leiki sína í deildinni og aðeins fengið á sig tvö mörk. Hópinn má sjá hér að neðan.
Rakel Hönnudóttir, fyrrum leikmaður Þór/KA er á sínum stað í liðinu.
Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården
Sandra Sigurðardóttir, Val
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki
Varnarmenn:
Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgården
Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki
Sif Atladóttir, Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna
Anna Björk Kristjánsdóttir, Limhamn Bunkeflo
Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni
Lára Kristín Pedersen, Stjörnunni
Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðabliki
Miðjumenn:
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Vålerenga
Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val
Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki
Agla María Albertsdóttir, Stjörnunni
Framherjar:
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val
Elín Metta Jensen, Val
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni
Svava Rós Guðmundsdóttir, Breiðabliki
UMMÆLI