Framsókn

Endurkomusigur Þórsara í fyrsta heimaleiknum og Sandra María getur ekki hætt að skora

Endurkomusigur Þórsara í fyrsta heimaleiknum og Sandra María getur ekki hætt að skora

Í gær spiluðu Þórsarar fyrsta heimaleik sumarsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Liðið mætti Aftureldingu í Boganum en báðum liðunum er spáð góðu gengi í sumar. Leiknum lauk með 4-2 sigri Þórsara eftir mikla dramatík.

Þórsarar lentu 2-0 undir snemma í leiknum en náðu að minnka muninn skömmu síðar. Aftureldingu spiluðu einum manni færri lengst af í seinni hálfleiknum eftir rautt spjald en það tók smá tíma fyrir Þórsara að jafna. Hinn sextán ára gamli Egill Orri Arnarsson skoraði jöfnunarmarkið, en þetta er hans fyrsta mark fyrir Þór í Lengjudeildinni.

Afturelding misstu svo annan mann útaf með rautt spjald í uppbótartímanum og Þórsarar skoruðu tvö mörk með um mínútu millibili og hirtu öll stigin með þessum dramatískum endi á leiknum. 

Þriðji sigur Þórs/KA í röð

Knattspyrnulið Þór/KA heimsótti Víking Reykjavík í Bestu deild kvenna í gær og unnu einnig endurkomusigur. Víkingar komust 1-0 yfir snemma í leiknum en mörk frá Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Söndru Maríu Jessen tryggði Þór/KA sigurinn.

Þetta var þriðji sigur Þór/KA í röð og liðið er nú með 9 stig í þriðja sæti deildarinnar. Sandra María Jessen hefur skorað í öllum leikjum liðsins í sumar og hefur samtals gert átta mörk í fyrstu fjóru leikjunum. Hún átti þar að auki stoðsendinguna í marki Ísfoldar Marý.

VG

UMMÆLI