Framsókn

Endurbætur við Sundlaugina á Dalvík að klárast

Mynd af vef Dalvíkurbyggðar

Endurbætur á Sundlauginni á Dalvík hafa staðið yfir frá því í maí. Endurnýjað var mikið af búnaði laugarinnar og upplifun gesta bætt á ýmsan hátt. Á meðal þess sem var endurnýjað var klórbúnaðurinn og mun nýji búnaðurinn gera þeim kleift að framleiða klór úr salti á staðnum sem er mun heilsusamlegra fyrir notendur sem og starfsfólk.

Það sem verður helst sjáanlegt þegar endurbótum lýkur eru eftirtalin atriði.

  • Litla rennibrautin og sveppurinn verða endurnýjuð eða lagað.
  • Öll flísalögn verður endurnýjuð.
  • Bláa Lónið sem er staðsett á milli heitu pottana verður einangrað og fær sjálfstætt stýrikerfi. Nýtt stýrikerfi hefur það í för með sér að hægt er að hafa hitastigið nokkrum gráðum heitara en verið hefur.
  • Vaðlaugar verða einangraðar frá vatni sundlaugarinnar og verður því hægt að hafa vatnið í vaðlaugunum mun heitara en hingað til.
  • Pottar verða endurnýjaðir og stækkaðir.

Ný rennibraut verður ekki tekin í notkun í þessari framkvæmd, en gert er ráð fyrir nýrri rennibraut norðan megin á lóð sundlaugarsvæðis og mun hún ekki lengur fara beint ofan í laug eins og hún gerir nú. Áætlanir sveitarstjórnar gera ráð fyrir nýrri rennibraut á næstu árum. Gamla rennibrautin mun áfram verða til staðar þar til ný rennibraut kemur.

Íþróttamiðstöðin á Dalvík verður lokuð í dag, mánudaginn 31. júlí, vegna þrifa og lokafrágangs eftir endurbæturnar.
Íþróttamiðstöðin og sundlaugin opna aftur þriðjudaginn 1. ágúst kl. 16:00. Grillaðar verða pylsur og tónlist verður spiluð. Gestum verður boðið frítt í sund þennan dag.
VG

UMMÆLI

Sambíó