Emmsjé Gauti snýr aftur á Græna Hattinn

Emmsjé Gauti snýr aftur á Græna Hattinn

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti heldur tónleika á Græna Hattinum í kvöld. Gauti hefur ekki spilað á Græna Hattinum án takmarkanna síðan að Covid faraldurinn hófst hér á landi og hann segist gífurlega spenntur fyrir kvöldinu.

„Stemningin er gífurleg fyrir tónleikunum á Græna Hattinum. Það er eitthvað sérstakt við Græna Hattinn og kvöldin sem við spilum þar eru alltaf sturluð,” segir Emmsjé.

Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.00 en miðasala fer fram á graenihatturinn.is og tix.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó