Gæludýr.is

Emmsjé Gauti lofar eintómri gleði á AK Extreme í ár

Emmsjé Gauti lofar eintómri gleði á AK Extreme í ár

 Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme var fyrst haldin árið 2002. Hátíðin hefur orðið glæsilegri með hverju árinu og sífellt fleiri keppendur og tónlistarmenn taka þátt. Fimmtán árum seinna er enn einn úr upprunalega teyminu sem heldur utan um skipulagningu viðburðarins. Sá heitir Sigurður Árni en hann skipuleggur hátíðina í ár ásamt þeim Gauta Þey, Hreggviði Ársælssyni, Hilmari Þór Sigurjónssyni, Ingólfi Olsen og Agli Tómassyni. Kaffið heyrði hljóðið í Gauta Þey, betur þekktum sem Emmsjé Gauta og fékk að vita aðeins um hátíðina í ár, sem verður haldin dagana 6.-9.apríl á Akureyri.

Gauti Þeyr er einn af skipuleggjendum AK Extreme í ár

Þó þeir séu aðeins 6 í kjarnahópnum sem sér um skipulagningu segir Gauti að fjölmargir komi að öllu sem þarf að gera til að undirbúa slíkan viðburð. ,,Við skiptum á milli okkar allskonar verkefnum sem þarf að sinna fyrir hátíðina. Við erum þó langt frá því að vera bara sex að setja upp allt dæmið en við þyrftum að skrifa heila bók ef við ættum að ná öllum nöfnunum á prent.“ Hann segir undirbúninginn felast í þúsund fundum, blóði, svita og tárum sem sé þó allt þess virði þegar hátíðin skelli á.

En við hverju má búast á AK Extreme í ár? ,,
Eintómri gleði. Þetta er glæsileg fjögurra daga snjóbretta og tónlistarhátíð sem fer stækkandi með hverju ári. Þó svo að þetta sé snjóbrettahátíð þá erum við líka með skíða og sleðafólk í Eimskipastökkinu og parkour mót á sunnudeginum. Við erum auðvitað frábæra íslenska rædera sem mæta allir á svæðið. Við erum ennþá að skoða möguleikana á að fá skemmtilega rædera frá útlandinu,“ segir Gauti.,,Hátíðin byrjar í Hlíðarfjalli á fimmtudeginum með kapp,,hlaupi“ og grillveislu. Á föstudeginum erum við með jibb keppni sem við setjum upp þar sem Eimskipastökkið er og á laugardeginum er svo hið stórglæsilega Eimskipa gámastökk sem er algjör konfekt fyrir augað. Alla dagana er svo partý í Sjallanum þar sem við fáum rjómann af íslensku tónlistarsenunni upp á svið.“Fyrir helgi tilkynntu skipuleggjendur fyrstu 4 tónlistaratriðin sem koma fram í ár en það eru Alvia Islandia, Aron Can, Hildur og GKR. Gauti segir að enn eigi þó eftir að tilkynna helling af tónlistaratriðum.

Sjá einnig:

Miðasala á AK Extreme hafin

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó