Embla Sól sigraði Sturtuhausinn

Embla Sól með sigurverðlaunin. Mynd af vma.is

Sturtuhausinn, söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri fór fram í Menningarhúsinu Hofi í gærkvöldi. Það var hún Embla Sól Pálsdóttir sem stóð upp sem sigurvegaru með flutningi sínum á laginu Toxic eftir Melanie Martinez. Fimmtán lög voru flutt í keppninni sem var hin veglegesta.

Embla Sól var ánægð með úrslitin þegar hún ræddi við heimasíðu skólans eftir keppnina. Hún hefur sungið frá barnæsku og sigurinn sé því stór fyrir hana. „Ég hef oftast verið mjög stressuð að koma fram, en ekki núna. Þetta var mjög gaman.“

Embla Sól er sextán ára gömul og er á fyrsta ári á listnámsbraut VMA. Í öðru sæti í Sturtuhausnum í gærkvöld var Arndís Elva. Hún flutti lag Cher, Believe. Þriðja sætið hreppti Ragnheiður Diljá, hún söng lagið Omen með Disclosure ft. Sam Smith.

Myndir frá kvöldinu má nálgast á vef VMA hér.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó