Elska snýr aftur í Samkomuhúsið

Elska snýr aftur í Samkomuhúsið

Leikverkið Elska – ástarsögur Norðlendinga var sýnt við góðan orðstír í Hömrum í Hofi síðastliðinn nóvember. Eftir fjölda áskorana hefur verið ákveðið að sýna það aftur laugardaginn 18. mars, og að þessu sinni í Samkomuhúsinu.

Elska segir okkur sögu fimm para sem eru í raun og veru til og búa víðsvegar um norðausturlandið. Þau eru á mismunandi aldri, hafa mismunandi lífsskoðanir og mismunandi áhugamál. Eitt eiga þau þó sameiginlegt og þau eru öll í farsælum ástarsamböndum.

Verkið er unnið orðrétt upp úr viðtölum sem tekin voru við pörin, en leikhópurinn safnaði saman raunverulegum ástarsögum til að nota sem efnivið fyrir verkið.

Leikarar sýningarinnar, Jóhann Axel Ingólfsson og Jenný Lára Arnórsdóttir, eru bæði menntaðir leikarar sem eru nú búsett á Akureyri. Þau unnu einnig handritið, ásamt leikstjóranum Agnesi Wild.

Frekari upplýsingar má nálgast á fésbókarsíðu hópsins – https://www.facebook.com/artiktheatergroup/

Skemmtilegt er að segja frá því að fljótlega eftir að æfingar hófust síðasta haust komust báðir leikarar sýningarinnar að því að þau væru að verða foreldrar. Jóhann með unnustu sinni Katrínu Mist Haraldsdóttur og Jenný Lára með unnusta sínum Birni Grétari Baldurssyni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó