Ellefu misskemmtilegar staðreyndir um Akureyri

Ellefu misskemmtilegar staðreyndir um Akureyri

Hér að neðan tókum við saman nokkrar misskemmtilegar staðreyndir um uppáhalds bæinn okkar. Njótið.

Sjá einnig: Topp 10 – Ástæður þess að Akureyringar eru leiðinlegir

1. Akureyri var í fyrsta sæti á lista Lonely Planet árið 2015 yfir bestu staði í heiminum til að heimsækja.

2. Lystigarðurinn á Akureyri er nyrsti grasagarður í heiminum.

3. Á Akureyri er einnig nyrsti 18 holu golfvöllur í heimi.

4. Hitastigið á Norðurlandi er almennt hærra en á höfuðborgarsvæðinu.

5. Í Hlíðarfjalli á Akureyri eru flestar skíðabrautir á landinu.

6. Eva Braun, eiginkona Adolf Hitler, heimsótti Akureyri árið 1939. Lestu nánar um heimsókn hennar með því að smella hér.

7. Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. (Úr Sögu Akureyrar e. Jón Hjaltason sagnfræðing)

8. Ráðhúsið á Akureyri hefur aldrei staðið við Ráðhústorg. Lestu nánar um sögu Ráðhústorgs hér.

9. Fyrstu sjónvarpssendingar sem sögur fara af á Íslandi áttu sér stað á Sjónarhæð á Akureyri. Þar tóku tveir áhugamenn um útvarp á móti sjónvarpssendingum frá Crystal Palace Studios í Lundúnum. Nánar hér.

10. Fyrsta konan til að taka sæti í bæjarstjórn Akureyrar var Kristín Eggertsdóttir. Hún náði kjöri við bæjarstjórnarkosningarnar árið 1911 og sat til loka kjörtímabilsins 1914. Konur voru ekki í meirihluta í bæjarstjórn fyrr en árið 2002.

11. Á Akureyri er að finna höfuðstöðvar tveggja af fimm stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins.

 

VG

UMMÆLI

Sambíó