Raftækjaverslunin ELKO stefnir að opnun á um 1.000 fermetra stórri verslun á Akureyri á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla.
Eins og greint var frá í mars stefndi Elko á opnun í sumar eða haust og nú virðist komið að þessu. Fyrirhugað er að verslun ELKO muni opna að Tryggvabraut 18 en í dag er N1 með verslun sína þar. Áætlað er að 12-15 störf skapist við opnun verslunarinnar en nú þegar hefur verið auglýst eftir verslunarstjóra.
Í tilkynningu segir að starfsmönnum ELKO hlakki til að þjónusta íbúa Akureyrarbæjar og nágrennis. Veglegum opnunartilboðum er lofað við opnun verslunarinnar, þó innan marka þeirra sóttvarnarreglna sem þá verða í gildi.
UMMÆLI