Elko opnar á Akureyri

Elko opnar á Akureyri

Raftækjaverslunin Elko stefnir á opnun á Akureyri í sumar eða haust ef áætlanir ganga eftir. Þessu greinir Vikudagur frá í dag.

Stefnt er á að Elko opni við Tryggvabraut, þar sem verslun N1 er nú til húsa. Húsnæðið er um 800 fermetrar og reiknað með að hafa 8-10 starfsmenn. Árið 2016 stóð til að Elko og Krónan kæmu til Akureyrar í húsnæði við Glerárgötu 36 en ekki hefur orðið að því.

Hins vegar hefur Festi ehf., sem á og rekur bæði N1 og Elko, sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi númer 36 við Glerárgötu þar sem fyrirhugað er að koma fyrir þjónustuverslun N1.   

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó