Í dag tók til starfa nýr verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Það er Elísabet Ögn Jóhannsdóttir sem tekur við af Almari Alfreðssyni sem gegnt hefur starfinu um árabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ á samfélagsmiðlum.
Starfsstöð Elísabetar er í Ráðhúsinu þar sem menningar-, markaðs og atvinnuteymi bæjarins er til húsa.
Atvinnu-, markaðs- og menningarteymi sem staðsett er á þjónustu- og skipulagssviði annast menningarmál fyrir hönd Akureyrarbæjar. Teymið heldur meðal annars utan um Menningarsjóð, starfslaun listamanna, samninga við félög einstaklinga og stofnanir, stærri viðburði og fylgir eftir stefnumótun bæjarstjórnar á sviði menningarmála. Forstöðumaður atvinnu- og menningarmála er Þórgnýr Dýrfjörð.
UMMÆLI