Elísabet Baldursdóttir með frábæra ábreiðu af laginu New Rules

Elísabet Baldursdóttir.

Elísabet Baldursdóttir er akureyringur, búsett í Hafnarfirði. Hún setti nýlega inn ábreiðu af laginu New Rules með Dua Lipa, en upprunlega lagið hefur fengið 114 milljónir áhorfa.
Elísabet segir þetta lag hafa verið fyrir valinu vegna þess að það er langt út fyrir hennar þægindasvið og vildi prufa eitthvað nýtt.

,,Ég fann lagið bara fyrir svona viku og gat ekki hætt að hlusta á það og ákvað bara að taka það frekar en eitthvað gamalt rólegt lag sem allir eru búnir að fá ógeð af,“ segir hún í samtalið við Kaffið.

Lagið tók hún upp með góðum vini sínum, Georg Inga Kulp, í stúdíóinu hans Loud&Grumpy.
Elísabet hefur verið að syngja mikið í gegnum árin og segir það ávallt hafa verið drauminn sinn að verða söngkona. Hún hefur verið virk í því að setja inn ábreiður annað slagið og sló mikið í gegn á instagram þegar hún fór að setja inn stuttar klippur af sér syngja.

,,Frá því að ég var lítil hefur mig alltaf langað til þess að vera “söngkona“ en með tímanum varð þetta bara eitthvað sem mér fannst gaman að gera og var ekki mikið að pæla í því að deila því með öðrum. En núna er ég að vinna í því að koma mér á framfæri, hægt og rólega. Ég á ennþá eftir að læra alveg helling í söngnum og ef ég fengi tækifæri til að vinna með einhverjum færum söngvara þá myndi ég ekki hika við það,“ segir Elísabet.

Ábreiðuna má hlusta á hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?feature=share&v=jgHwJ-M5Uk8&app=desktop

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó