Elfar Árni Aðalsteinsson, framherji KA í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið um tvö ár. Frá þessu er greint á vef KA í dag.
Elfar Árni er 28 ára gamall Húsvíkingur en hann gekk til liðs við KA fyrir sumarið 2015. Hann hefur skorað 39 mörk í 93 leikjum fyrir KA.
„Það eru miklar gleðifregnir að halda honum áfram innan okkar raða enda er hann flottur karakter utan vallar auk þess að vera magnaður leikmaður á vellinum,“ segir í tilkynningu á vef KA.
UMMÆLI