Eldur kom upp í tæknirými þvottahússins Grand á Akureyri um klukkan 8 í morgun. Þetta kemur fram á vef mbl.is.
Þar segir að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn og að slökkistarfi sé nú lokið.
Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri, segir í samtali við mbl.is að eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu og mikill reykur verið í tæknirými þvottahússins. Rýmið hafi nýlega verið gert upp í samstarfi við slökkviliðið og það hafi því verið vel einangrað og eldvarnaveggur á milli þess og annarrar starfsemi.
Það hafi komið í veg fyrir að reykurinn bærist í önnur rými og valdið meira tjóni.