Framsókn

Eldur kom upp í geymsluskúr við Gránufélagsgötu

Eldur kom upp í geymsluskúr við Gránufélagsgötu

Eld­ur kom upp í skúr við hún í Gránu­fé­lags­götu á Oddeyr­inni á Ak­ur­eyri klukk­an hálf fimm í nótt. RÚV greindi frá.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn en það tók um klukkustund. Ekki þurfti að ræsa út auka mannskap. Eignartjón var minniháttar og engin alvarleg slys urðu á fólki. Skúrinn sem eldurinn kom upp í geymdi aðallega rusl en allt sem í honum var er ónýtt.

Varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar segir í samtali við RÚV að ekki hafi þurft að rýma nálæg hús og þakkar hann það því að flestir gluggar í híbýlum fólks voru lokaðir.

Sambíó

UMMÆLI