NTC

Eldur í Kaffibrennslunni

mynd:rúv.is

mynd:rúv.is

Slökkviliðið á Akureyri var kallað að Kaffibrennslunni við Tryggvagötu á Akureyri á áttunda tímanum í kvöld. Greint er frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Í það minnsta þrír slökkviliðsbílar unnu að því að slökkva eldinn ásamt því að reykkafarar brutust inn um þakið. Svo virðist sem eldurinn hafi aðeins verið í þaki húsins og ekki náð að komast niður í húsið sjálft.

Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma en slökkviliðsmenn segja líklegt að framkvæmdir við þakið sé ástæða þess að eldurinn kviknaði.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó