Eldur í bifreiðum í Naustahverfi

Eldur í bifreiðum í Naustahverfi

Klukkan 03:20 í nótt fékk lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um eld í bifreiðum í Naustahverfi á Akureyri. Þegar lögreglan kom á vettvang var þegar uppi mikill eldur, sem var byrjaður að breiðast út í næstu bíla. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins en þá voru fjórar bifreiðar meira og minna skemmdar af eldi. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Facebook.

Lögregla hóf þegar rannsókn á eldsupptökum og var strax ljóst að ekki væri unnt að útiloka að um íkveikju væri að ræða.

Klukkan 10:04 barst önnur tilkynning um eld í bifreið í Naustahverfi á Akureyri. Rannsókn lögreglu benti strax til þess að um íkveikju gæti verið að ræða. Eftir því sem rannsókninni vatt fram styrktist sá grunur og hafa nú 5 aðilar verið handteknir, grunaðir um aðild að málinu.

Rannsókn málsins heldur áfram en er á frumstigi, eins og gefur að skilja. Við sjáum fram á nokkuð umfangsmikla rannsókn og munum ekki geta veitt frekari upplýsingar um framgang hennar fyrr en eftir helgi.

Lögreglan hvetur alla þá sem hafa upplýsingar sem geta nýst við rannsókn málsins, til að gefa sig fram með þær upplýsingar. Hægt er að senda upplýsingar á netfangið nordurland.eystra@logreglan.is eða hringja í 112 og biðja um samband við varðstjóra á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó