Síðustu ár hafa Skógarböðin í Eyjafirði boðið eldri borgurum frítt í böðin yfir ákveðið tímabil. Þetta árið er engin undantekning en dagana 28-30. apríl munu Skógarböðin bjóða félögum eldri borgara á Akureyri (EBAK) að baða sig ókeypis í böðunum.
„Félagar bara mæta hvenær sem er að deginum þessa þrjá daga og sýna félagsskírteinin,“ segir á Facebook-síðu félagsins.