Framsókn

Eldri borgarar fengu leiðsögn í notkun snjalltækja

Mynd: ma.is/Sverrir Páll

Félag eldri borgara á Akureyri heimsótti Menntaskólann á Akureyri í síðustu viku og meðlimir fengu leiðsögn um notkun tölvu og snjallsíma frá nemendum í 3. bekk skólans. Námskeiðið er liður í lífsleikninámi nemendanna.

Menntaskólinn á Akureyri og Félag eldri borgarar hafa um árabil haft samvinnu af þessu tagi og meðlimir í félaginu hafa verið ánægðir með leiðsögn krakkanna og sagst hafa lært mikið af þeim.

Annað námskeið verður haldið 26. apríl næstkomandi. Þá taka nemendur þátt í fleiri samfélagsverkefnum í mánuðinum, til dæmis aðstoð á íþróttamóti fatlaðra á næstunni.

Myndir sem voru teknar á námskeiðinu má finna á Facebook-síðu Menntaskólans á Akureyri.

VG

UMMÆLI

Sambíó