Vandræðaskáld komu fram í sérstökum verkalýðsþætti stéttarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu á N4 í dag. Þau Vilhjálmur og Sesselía fluttu Verkalýðssöng í tilefni dagsins.
„Gleðilegan baráttudag verkalýðsins! Vandræðaskáld láta að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og láta auðvaldið aldeilis heyra það í glænýjum verkalýðsbaráttusöng sem uppgötvaðist í einu af elstu lögunum í fornleifauppgreftri á Gásum. Við þökkum N4 og verkalýðsfélögunum fyrir að fá okkur með í slaginn!“ skrifa Vandræðaskáld á Facebook.
UMMÆLI