Eldur kom upp í húsnæði bjórverksmiðjunnar Seguls 67 á Siglufirði um sexleytið í kvöld en Slökkvilið vinnur nú að því að ráða niðurlögum eldsins.
Slökkvilið frá Ólafsfirði var einnig kallað út til aðstoðar. Fréttin verður uppfærð um leið og frekari upplýsingar berast.
Uppfært 19.37: Lögreglan á Norðurlandi Eystra gaf út tilkynningu þar sem þeir hvetja fólk til að hafa glugga lokaða áfram vegna þess að ennþá er mikill reykur sem kemur frá verksmiðjunni. Vindátt er ennþá hagstæð og slökkviliðið vinnur að því að ráða niðurlögum eldsins.
Uppfært 08:00: Mikill reykur tafði slökkvistörf en þeim lauk um hálf eitt leytið í nótt. Eldurinn kviknaði í gömlu frystihúsi sem er hluti af húsnæði Seguls 67 en verksmiðjan sjálf slapp undan eldi.
UMMÆLI