NTC

Ektafiskur hættir útgerð og opnar fiskbúðMynd/visithauganes.is

Ektafiskur hættir útgerð og opnar fiskbúð

Fyrirtækið Ektafiskur er nú að breyta starfsemi sinni með því að hætta útflutningi á saltfiski og opna í stað þess fiskbúð. Nýja fiskbúðin mun opna sunnudaginn 17. nóvember frá kl 14:00 til 17:00 og er hún staðsett í fiskhúsi Ektafisks á Hauganesi.

Í viðtali við DB blaðið útskýrir Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri Ektafisks, að breytingarnar séu til komnar vegna síhækkandi verðs á saltfiski, en útflutningur á honum hefur lengi verið undirstaða fyrirtækisins. Að sögn Elvars er markaðurinn orðinn þannig að einungis stór fyrirtæki með mikinn kvóta og háa vélvæðingu geti keppt í útflutningi á saltfiski. Í Ektafiski hefur vinnslan ávallt byggt á handverki og handflökun, því sé ekki raunhæft að auka framleiðslumagn til útflutnings.

Í nýju búðinni verður í boði fjölbreytt úrval af fiski, þar á meðal frosinn og hefðbundinn fiskur. Einnig verða til sölu ýmsar sérvörur, þar á meðal sjófryst ýsa, harðfiskur, hákarl og siginn fiskur. Í framtíðinni er einnig stefnt að því að bæta við kaffiaðstöðu.

Þessi frétt er birt með leyfi DB blaðsins en ítarlegri umfjöllun um málið má finna í héraðsfréttablaðinu sem gefið er út í Dalvíkurbyggð.

Heimild: https://dbl.is/

Sambíó

UMMÆLI