Framsókn

Ekta Októberfest í Miðbæ Akureyrar

Ekta Októberfest í Miðbæ Akureyrar

Októberfest Sléttuúlfsins verður haldið í Portinu, bakvið Berlín, frá 17. september til 3. október. Hátíðin er haldin í stærðarinnar veislutjaldi, sem verður opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga milli 17 og 23. Loks fá Akureyringar að njóta ekta Októberfest að bæverskum sið, með öllum þeim mat og drykk sem því fylgir. Boðið verður upp á hefðbundin októberfest matseðil og viðeigandi drykki. Pretzel, bratwurst og súrkál ásamt ekta hátíðarbjór frá Löwenbräu brugghúsinu í München eru meðal þess sem gestir geta gætt sér á. Skemmtidagskrá Októberfest er ekki á verri endanum en meðal þess sem verður boðið upp á Kareoke kvöld, Pubquiz, Nikkuball og fleira skemmtilegt. Dagskrá hátíðarinnar er hægt að nálgast hér.

Sléttuúlfurinn er nýr vettvangur fyrir allskyns viðburðahald og skemmtanir og er Októberfest fyrsti viðburður af mörgum sem Sléttuúlfurinn stendur að.

VG

UMMÆLI