Ekki víst að Color Run snúi aftur til Akureyrar

The Color Run

Color Run hlaupið var haldið í fyrsta skipti á Akureyri í gær. Um tvöþúsund manns tóku þátt í hlaupinu en aldrei hafa svo margir tekið þátt í hlaupi á Akureyri.

Hlaupið var frá Akureyrarvelli eftir upphitun þar. Þáttakendur hlupu í gegnum miðbæinn, innbæinn og að Skautahöll og síðan aftur til baka.

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run, segir í samtali við Rúv allt hafa heppnast eins og best verður á kosið og gaman væri að halda hlaupið aftur á Akureyri. „Það er samt ekkert ákveðið og verður eiginlega bara að koma í ljós,“ segir hann í samtali við fréttastofu Rúv.

Sjá einnig:

Götulokanir vegna The Color Run

Hetjurnar hljóta styrk frá Color Run

Einstök upplifun að taka þátt í The Color Run

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó