Ekki fleiri félagslegar íbúðir takk

Sigurður Guðmundsson skrifar

Samkvæmt fréttum á að bæta við tæplega 100 félagslegum íbúðum við á Akureyri á næstu 5 árum. Hvaða kjaftæði er þetta. Þá nálgast talan 400 ef af verður. Ég held að þetta sé að breytast í eitthvert félagsþjónustusamfélag hérna hjá okkur. Við erum nú þegar að verja næstum helmingi hærri upphæð í félagsþjónustu miðað við sambærileg sveitarfélög. Ef við berum saman hvað þetta kostar okkur og skoðum hlutfall af tekjum þá er þetta eftirfarandi. Er hlutfall af tekjum í sviga. Þá er hver skattborgari á Akureyri að borga 233þ.(29%) Kópavogur með 109þ. (14%), Hafnarfjörður með 123þ. (17%) og Garðabær 95þ. (13%) Þessar tölur sýna að við borgum sveitarfélaga mest á landinu í félagsþjónustu og enn á að bæta í.

Þetta er auðvitað bull. Nágrannasveitarfélög okkar setja u.þ.b. 50þ. (5-7%) sem þýðir auðvitað að þetta lendir á okkur Akureyringum að halda þessu uppi.

En þessar tölur eru skelfilegar og sýnir andvaraleysi okkar Akureyringa í þessum efnum. Tökum endalaust við og borgum og borgum. Hvernig eigum við að geta rekið þetta bæjarfélag ef við erum að reka nágrannasveitarfélögin líka. Alveg ferlegt að sjá að þessi sveitarfélög geti hagað sér þannig að stóri bróðir borgar allt meðan þau lifa á fjárframlögum úr jöfnunarsjóði til að geta leikið sér. Þetta er ekki hægt. Kominn tími til að setja hnefann í borðið og segja stopp því það er allt rangt við þetta.

Ekki fleiri félagslegar íbúðir takk.

Greinin er aðsend – skoðanir pistlahöfundar þurfa ekki að endurspegla skoðanir ritstjórnar Kaffisins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó