Framsókn

Ekki áframhaldandi þörf á rekstri almenningssamgangna

Aðalfundur Eyþings, sam­band sveit­ar­fé­laga í Eyjaf­irði og Þing­eyj­ar­sýsl­um, var haldinn á Siglufirði 10. og 11. nóvember. Þar var rætt um rekstur almenningssamgangna á vegum landshlutasamtakanna. Samningar um rekstur almenningssamgangna á vegum landshlutasamtakanna renna út á árinu 2018 Talið var að ekki yrði áframhaldandi þörf á  rekstri al­manna­sam­gangna, nema til komi stór­aukið fram­lag frá rík­inu til rekstr­ar­ins. Á aðal­fundi sveit­ar­fé­lag­anna var ákveðið að fela stjórn Eyþings að nýta upp­sagn­ar­á­kvæði samn­ings­ins.

Fram komn­um hug­mynd­um um um niður­greiðslu á inn­an­lands­flugi var hins veg­ar fagnað á fund­in­um og var skorað á stjórn­völd að fylgja því máli eft­ir.

Í álykt­un fund­ar­ins kom þá fram að mik­il­vægt sé að tryggja fjár­magn til áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar sam­göngu­mann­virkja í lands­hlut­an­um. Þá lögðu fund­ar­menn sér­staka áherslu á að tryggt verði fjár­magn til að klára Detti­foss­veg og til upp­bygg­ing­ar á flug­hlaði á Ak­ur­eyr­arflug­velli.

„Auk þessa ít­rek­ar fund­ur­inn áður fram­komn­ar álykt­an­ir Eyþings um mik­il­vægi þess að koma upp­bygg­ingu veg­ar um Langa­nes­strönd og Brekkna­heiði með bundnu slit­lagi inn á fram­kvæmda­áætl­un.“

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó