Ekkert nýtt smit greindist á Norðurlandi eystra í gær en töluverð fjölgun varð á einstaklingum í sóttkví. Nú eru 119 í sóttkví á svæðinu samanborið við 99 í gær. Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is.
38 virk smit eru á Norðurlandi eystra en þeim hefur fjölgað um 12 síðan á mánudag. Í fyrradag greindust tvö ný smit en í gær ekkert.