Ekkert skipsflak á botni OddeyrarálsVikublaðið skipulagði aprílgabbið í samvinnu við Hörð Geirsson og Þórhall Jónsson

Ekkert skipsflak á botni Oddeyraráls

Kaffið.is tók þátt í 1. apríl gabbi Vikublaðsins á laugardaginn þegar greint var frá því að heillegt skipsflak hefði fundist Oddeyrarbryggju. Vikublaðið skipulagði aprílgabbið í samvinnu við Hörð Geirsson og Þórhall Jónsson.

Greint var frá því að þeir félagarnir hafi verið að skoða myndir sem teknar voru á nýjan dróna sem þeir prófuðu á Tangabryggju. Við skoðun á myndunum hafi komið í ljós heillegt skipsflak.

Þá var greint frá því að á milli kl 14 og 16 á laugardag hefði mátt skoða muni sem búið var að bjarga úr flakinu, í Vitanum sem staðsettur er á Oddeyrarbryggju.

„Þetta var að sjálfsögðu aprílgabb og þótti takast ákaflega vel,“ segir á vef Vikublaðsins.

UMMÆLI