Ekið á dreng á rafmagnshlaupahjóli við Borgarbraut

Ekið á dreng á rafmagnshlaupahjóli við Borgarbraut

Ekið var á dreng á rafmagnshlaupahjóli við gatnamót Borgarbrautar og Dalsbrautar. Slysið átti sér stað nú síðdegis og var orðið dimmt úti.
Ekki náðist í lögregluna á Akureyri við vinnslu fréttarinnar.

Samkvæmt sjónarvotti kom ökumaður bílsins niður Dalsbraut og keyrði á drenginn þar sem hann fór yfir gangbraut. Drengurinn er ekki talinn alvarlega meiddur samkvæmt sjónarvotti en var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó