Einn einstaklingur er í einangrun vegna Covid-19 smits á Akureyri. Samtals eru þrír einstaklingar í einangrun á Norðurlandi eystra en tveir þeirra eru staðsettir í Mývatnssveit.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í dag. Þar segir enn fremur að 17 einstaklingar séu í sóttkví í umdæminu. 11 þeirra eru á Akureyri.