Eitt smit er nú skráð á Norðurlandi eystra en smitið greindist fyrr í vikunni. Tveir eru í sóttkví á svæðinu samkvæmt covid.is.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki svarað fyrirspurn Kaffið.is um frekari upplýsingar um smitið sem skráð er á svæðinu.
Almannavarnir gátu þá ekki svarað fyrirspurn Kaffið.is um hvort smitið sem skráð er á Norðurlandi eystra hafi greinst innan eða utan sóttkvíar eða gefið upp nákvæmari staðsetningu smitsins.
Eitt smit greindist á Íslandi í dag en Almannavarnir gefa ekki upp hvar á landinu smitið greindist þar sem slíkar upplýsingar eru ekki lengur teknar saman um helgar.
Tölfræðiyfirlit á covid.is verður uppfært á ný á mánudaginn.