Staðfest smit vegna Covid-19 á Norðulandi eystra eru nú orðin 35. Það bætist því eitt staðfest smit við frá því í gær þegar smit voru 34. Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is.
325 einstaklingar eru nú í sóttkví á svæðinu og fækkar því töluvert en í gær voru 375 í sóttkví.