Gæludýr.is

Eitt besta knattspyrnulið í heimi mætir á Þórsvöll í dag

Eitt besta knattspyrnulið í heimi mætir á Þórsvöll í dag

Í dag fer fram sannkallaður stórleikur á Þórsvelli þegar Þýskalandsmeistarar Wolfsburg mæta Íslandsmeisturm Þór/KA í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Wolfsburg lék til úrslita í keppninni í fyrra en tapaði gegn Lyon frá Frakklandi. Liðið hefur um tíma verið eitt sterkasta lið í heiminum en landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er í lykilhlutverki í liðinu.

Leikurinn hefst klukkan 16:30 í dag og búist er við fjölmörgum áhorfendum á Þórsvöll í dag. Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þór/KA segir að verkefnið sé gífurlega spennandi og þetta verði krefjandi leikur í samtali við heimasíðu Þórs. Hann segir að það sé gaman að fá svona stórt lið í heimsókn en viðtal við hann af heimasíðu Þórs má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó