NTC

Einungis karlmenn í oddvitasætum í Norðaustur kjördæmi

Í þeim átta stjórnmálaflokkum sem komnir eru fram í Norðaustur kjördæmi fyrir kosningar í haust eru oddvitarnir allir karlkyns. Eins og þjóðinni er alkunnugt um leiðir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lista Framsóknarflokksins. Kristján Þór Júlíusson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins en hann var sá eini sem gaf kost á sér í oddvitasætið. Hjá Pírötum sigraði Einar Brynjólfsson prófkjörið í kjördæminu eftirminnilega.

Logi Einarsson er í fyrsta sæti hjá Samfylkingunni, Steingrímur J. Sigfússon hjá Vinstri Grænum og Preben Pétursson er oddviti Bjartrar Framtíðar. Preben tekur við af Brynhildi Pétursdóttur sem hættir á þingi eftir kjörtímabilið. Hjá Viðreisn er Benedikt Jóhannesson oddviti og Þorsteinn Bergsson hjá Alþýðufylkingunni.

Þrír aðrir flokkar, Dögun, Flokkur fólksins og Íslenska þjóðfylkingin, bjóða fram í kjördæminu en þeir hafa ekki enn opinberað lista sína.

Fyrir síðustu kosningar var Brynhildur Pétursdóttir eini kvenkyns oddvitinn. Áhugavert verður að sjá hvernig þeir flokkar sem eftir eru setja saman lista sína en kynjahlutfall oddvita í kjördæminu er ansi ójafnt eins og staðan er í dag.

fr_20160919_046114

Mynd: www.ruv.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó