Einstaklingum í sóttkví og einangrun fækkar á Norðurlandi eystra

Einstaklingum í sóttkví og einangrun fækkar á Norðurlandi eystra

29 einstaklingar eru í einangrun og 163 í sóttkví á Norðurlandi eystra. Það fækkar því enn í báðum flokkum en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Í tilkynningunni segir að í dag sé fjórði dagurinn í röð sem fleirum batnar en þeim sem sýkjast á landsvísu. Það sé mjög jákvætt.

25 einstaklingar eru í einangrun á Akureyri, einn á Siglufirði, einn á Dalvík og tveir á Húsavík.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó