NTC

Einn lagður inn með Covid-19

Einn lagður inn með Covid-19

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með COVID-19. Líðan mannsins er sæmileg og hann er ekki á öndunarvél. Þetta kemur fram á fréttastofu RÚV.

Sjá einnig: Engin útbreiðsla frá þremur smitum á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Maðurinn var á þrettánda degi veikinda og var lagður inn á Covid legudeild til eftirlits. Hann er eini sjúklingurinn sem liggur inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri með COVID-19 og jafnframt sá fyrsti sem er lagður þar inn í núverandi bylgju faraldursins.

Samkvæmt nýjustu tölum eru 78 í einangrun með COVID-19 á Norðurlandi eystra og 92 í sóttkví.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó