Einn einstaklingur er nú í öndunarvél á Akureyri en einn hefur verið tekinn af öndunarvél. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem hófst klukkan 14.
Sjá einnig: 46 staðfest smit á Norðurlandi eystra
Fjórir eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fjórir hafa verið útskrifaðir. Tveir einstaklingar eru enn á gjörgæslu á Akureyri.
Staðfest smit á Norðurlandi eystra eru orðin 46 en 36 einstaklingar eru í einangrun á svæðinu þar af 30 á Akureyri.