Gæludýr.is

Einfaldaðu lífið með því að hætta þessu

Það eru margir hlutir sem við venjum okkur á í gegnum lífið sem hafa lítið upp á sig nema að flækja það. Hér eru nokkrar venjur sem við erum öll betur sett án.

Hættu að umgangast neikvætt fólk. Sumt fólk er alltaf neikvætt, það talar ekki um annað en hvað lífið er ósanngjarnt og hvað sé að hverju sinni. Það að umgangast slíkt fólk daglega dregur verulega úr orku okkar. Ef viðkomandi er náinn þér er hægt að takmarka samskipti án þess að vera dónalegur eða benda viðkomandi kurteisislega á það að það sé þreytandi að hlusta á endalausa neikvæðni.

Hættu að fresta hlutum
. Við eigum það öll til að fresta hlutum sem okkur leiðast eða þykir erfiðir. Við það að klára af slíka hluti upplifiru gífurlegan létti og getur notið þess að gera aðra hluti án samviskubits. Þetta á líka við um markmið, byrjaðu strax að vinna að þeim.

Hættu að láta skoðanir annarra hafa áhrif á þig. Þetta er þitt líf og þú ræður hvernig þú hagar því svo lengi sem enginn annar hlýtur skaða af. Ekki láta efasemdir annarra draga úr þér kjark til þess að framkvæma það sem þig langar að gera.

Hættu að afsaka þig. Ef að þig langar ekki að gera eitthvað sem þú ert beðinn um er nóg að segja nei. Þú þarft ekki að afsaka þá ákvörðun sem þú tekur fyrir sjálfan þig. Að standa með sjálfum sér og sínum löngunum er grundvöllur þess að líða vel.

Hættu að slúðra. Þegar þú hættir að eyða orku í að velta fyrir þér hvað Jón og Gunna út í bæ eru að gera með líf sitt léttiru heilmikið á þínu eigin. Fyrir utan það að hafa ekkert málefnalegra að segja en slúðra um líf annarra getur virkað mjög fráhrindandi á annað fólk.

Hættu að bera þig saman við aðra. Eina manneskjan sem þú ættir að bera þig saman við ert þú sjálf. Stefndu alltaf að því að vera betri en þú varst í gær. Mundu að sú hlið sem þú sérð af fólki á samfélagsmiðlum gefur yfirleitt ekki rétta mynd.

Hættu að velta þér upp úr gömlum mistökum. Þú getur ekki breytt því og það gerir ekkert nema framkalla neikvæðar tilfinningar að svekkja sig á einhverju sem þú getur ekki breytt. Einbeittu þér að því sem er núna og hvernig þú getur gert betur næst með fyrri reynslu á bakinu.

 

Sambíó

UMMÆLI