NTC

Einar Gauti sækist eftir þriðja sætinu á lista VG á Akureyri

Einar Gauti sækist eftir þriðja sætinu á lista VG á Akureyri

Einar Gauti Helgason býður fram krafta sína til þess að skipa 3. sæti á lista Vinstri grænna í sveitarstjórnarkosningum 2022 á Akureyri. Forvalið verður rafrænt og stendur frá 2.- 5. mars næstkomandi.

Einar Gauti kláraði sveinspróf árið 2018 og meistaranám í matreiðslu frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hann hefur starfað á Bautanum á Akureyri í 11 ár, þar af í 3 ár sem yfirmatreiðslumaður og vaktstjóri. Þar lauk hann einnig námssaning sínum.

Í dag starfar Einar sem matreiðslumaður á Vitanum mathúsi á Akureyri. Hann hefur lokið námskeiði hjá Dale Carnegie, er með diplómugráðu í bjórfræði frá Ölgerðinni og hefur lokið ýmsum námskeiðum frá Iðunni fræðslusetri sem tengjast hans faggrein.

Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Einar gegnt starfi varafulltrúa í fræðsluráði Akureyrarbæar og verið ritari Svæðisfélags VG á Akureyri og nágrennis.

„Undanfarin ár hef ég setið í stjórn hverfisnefndar Holta- og Hlíðarhverfis á Akureyri. Fyrir hönd Akureyrarbæjar og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar Norðurlands eystra sit ég sem varamaður í skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri. Einnig er ég fulltrúi Akureyrarbæjar á samráðsvettvangi sóknaráætlunar Norðurlands- eystra. Helstu baráttumál mín eru menntamál, umferðaröryggi, gegnsæ stjórnsýsla auk umhverfis- og skipulagsmál,“ segir Einar í tilkynningu.

Sambíó

UMMÆLI