NTC

Ein úr KA með A-landsliðinu til Ítalíu

Unnur Árnadóttir er fulltrúi KA í A-landsliði Íslands í blaki

Blakkonan Unnur Árnadóttir er í A-landsliðshópi Íslands sem heldur til Ítalíu um páskana og keppir á Pasqua Challenge æfingamótinu sem fram fer í Porto San Giorgio á Ítalíu.

Unnur er eini leikmaður KA í þessu verkefni en hópurinn er skipaður fjórtán bestu blakkonum landsins um þessar mundir.

Þjóðirnar sem taka þátt eru auk Íslands, San Marínó, Liechtenstein og Skotland.

Hópurinn í heild sinni

Karen Björg Gunnarsdóttir, Afturelding
Thelma Dögg Grétarsdóttir, Afturelding
Berglind Gígja Jónsdóttir, Fortuna Odense
Elísabet Einarsdóttir, HK
Fríða Sigurðardóttir, HK
Matthildur Einarsdóttir, HK
Hanna María Friðriksdóttir, HK
Steinunn Helga Björgólfsdóttir, HK
Hjördís Eiríksdóttir, HK
Birta Björnsdóttir, HK
Unnur Árnadóttir, KA
Rósa Dögg Ægisdóttir, Stjarnan
Hugrún Óskarsdóttir, Sviss
María Rún Karlsdóttir, Þróttur Nes

Sambíó

UMMÆLI