Hljómsveitin Hvanndalsbræður stóð fyrir sannkölluðu stórstreymi á Græna Hattinum þann 4. apríl síðastliðinn ásamt Magna Ásgeirssyni , slagverksleikaranum Hauki Pálmasyni og Hauki Tryggvasyni.
Hópurinn stóð fyrir söfnun fyrir Hollvinasamtök sjúkrahússins á Akureyri á meðan tónleikunum stóð og safnaðist ein milljón króna fyrir samtökin. Gunnar Sigurbjörnsson hljóð- og tæknimeistari sá til þessa að tæknilegir þættir skiluðu sér heim í stofu og Exton og Menningarfélag Akureyrar sá um að útvega búnað og mannskap til að streyma hljóð og mynd. Fjöldi annarra sjálfboðaliða kom að verkefninu.
Hvanndalsbræður vinna nú að áttundu hljómplötu sinni sem áætlað er að koma út síðar á þessu ári.
Hægt er að sjá og heyra tónleikana á Græna Hattinum hér að neðan.
UMMÆLI