NTC

Ein með öllu haldin með breyttu sniði

Ein með öllu haldin með breyttu sniði

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina en með gjörbreyttu sniði vegna Covid-19 faraldursins.

Boðið verður upp á litla og fjölskylduvæna viðburði víðs vegar um bæinn þannig hægt verði að tryggja að fullorðnir einstaklingar á einstaka stöðum verði aldrei fleiri en 500. Þetta er gert í samræmi við þau mörk sem sett eru af sóttvarnaryfirvöldum og er hátíðin unnin í samráði við Akureyrarstofu, bæjaryfirvöld og eftir leiðsögn almannavarna á Akureyri.

Stórir útitónleikar í miðbænum verða ekki á dagskrá né heldur Sparitónleikar á flötinni við Samkomuhúsið á sunnudagskvöld.

„Með þessu vilja skipuleggjendur hátíðarinnar sýna ábyrgð en gera fjölskyldufólki engu að síður tækifæri til að gera sér dagamun á Akureyri um Verslunarmannahelgina,“ segir í tilkynningu.

Sambíó

UMMÆLI