Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram á Alþingi af átta þingmönnum stjórnarandstöðuflokka þess efnis að Kristjáni Þór Júlíussyni, ráðherra mennta- og menningarmála, verði falið að finna framtíðarhúsnæði fyrir Listaháskóla Íslands.
Nemendur Listaháskólans tóku sig saman í síðustu viku og vöktu athygli á myglu, sem þau telja vera í húsnæði skólans, á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #lhímygla.
Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar er Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, en aðrir flutningsmenn koma frá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði.
It aint safe on the block. #LHÍmygla pic.twitter.com/A8e6WU9LNb
— Helgi Grímur (@HelgiDragon) February 17, 2017
ég er að borga 490 þúsund á ári fyrir námið mitt – er til of mikils mælst að fá að vera í viðunandi umhverfi? #LHÍmygla pic.twitter.com/jBXZVUVNNj
— Berglind Halla E (@berglindhallae) February 17, 2017
UMMÆLI